Dagskrá

DAGSKRÁ 2023

Móttaka þátttakenda er í íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 17:00-19:00 á fyrsta degi.

Þar þurfa þátttakendur að láta vita af komu sinni og lyklar að herbergjum á heimavistinni afhentir þeim sem eru í gistingu.

Matur fyrsta kvöldið

Kvöldmatur er í boði strax fyrsta kvöldið. Aðstandendur, sem ekki eru skráðir í mat, geta keypt staka matarmiða í sjoppunni í íþróttahúsinu. 

Skipað í hópa

Strax fyrsta kvöld búðanna verður þátttakendum skipt í 6 æfingahópa og eru hóparnir að mestu aldursskiptir.

Allir þátttakendur þurfa þar að mæta í íþróttafötum og körfuboltaskóm!

 

Nánari dagskrá birtist þegar nær dregur upphafi körfuboltabúðanna.