Fréttir - Getraunir

Team HG sigra vorleik 2023

Getraunir | 16.04.2023

Tema HG unnu með yfirburðum, enda með 145 stig, næstur koma Getspakir 4 stigum á eftir.

 

Lokastöðuna má sjá hér 

Listi yfir sigurvegara frá upphafi verið uppfærður, HG komnir með 2 sigra, sjá hér

 

Getraunir þá komnar í sumarfrí, áhugasamir geta enn sent inn raðir, passa að gera það tímanlega.

Stóri pottur verður keyrður eitthvað áfram

Nánar

Vorleikur 2023 i gang

Getraunir | 03.01.2023

Vorleikur 2023 hefst á laugardag.  Vorleikur verður 15 vikna leikur, bestu 14 vikur telja.

Stöðuna hverju sinni má sjá hér

Eins og nú þegar hefur komið fram sigruð Getspakir haustleik 2022, þeirra fyrsti sigur.

 

Vorleikur 2023 verður 10. tímabilið og því ekki seinna vænna að taka saman yfirlit yfir sigurvegar í Getraunaleik Vestra frá upphafi.  Yfirlitið má nálgast hér:

Sigursælustu liðin frá upphafi er

Team Skúrinn 3

Team Hampiðjan 3

HG og Getspakir unnið einu sinni og svo vann Krissi fyrsta leikinn.  Það var áður en menn fóru að hópast í lið.

Úrslit úr hverri keppni má svo nálgast hér á síðunni undir skrár.

 

 

 

Nánar

Getspakir unnu haustleik 2022

Getraunir | 17.12.2022

Kom að því að Getspakir ynnu getraunaleik.  Eftir nokkrar tilraunir tókst það nú loksins.  Unnu haustleik 2022 með tveggja stiga mun, náðu alls 106 stigum en Skúrverjar komu næstir með 104 stig, gáfu eftir á lokakaflanum.  Hampiðjumenn urðu svo í þriðja sæti, jafnir HG en náðu fleiri 12 réttum, Team Sjálfval ráku svo lestina með 102 stig ekki nema einu stig á eftir HG og Hampiðju.

Skúrverjar áttu séns en einu stigi munaði á liðunum fyrir lokaumferðina en Villi Matt sigldi þessu heim með góðri 10 í lokaumferðinni.

Getraunir taka sér frí næstu tvær helgar, höldum jól og fögnum nýju ári.  Vorleikur 2023 hefst síðan laugardaginn 7. janúar.  Vorelikur verður 15 vikna leikur, bestu 14 vikur telja.

Lokastöðuna má sjá hér:

Getraunaleikur Vestra, haustleikur 2022.pdf

 

 

 

 

Nánar

Getraunastarfið í gang

Getraunir | 04.10.2022

Þá er loksins komið að því.  Getraunastarf Vestra hefst formlega með haustleik 2022.  Leikum 11 vikur, 10 bestu vikurnar telja.

Hampiðjan vann Vorleikinn með minnsta mun, lokastöðuna má finna hér  

Stöðuna í haustleik 2022 hverju sinni má nálgast hér.

Reiknum með að lið mæti tvíefld til leiks og vonandi mæta ný lið, tipparar beðnir um að láta orðið berst, allt er þetta jú til styrktar Vestra.

Stóri potturinn verður á sínum stað, hendum í stóran stóran pott, nýtum eitthvað af fríröðum okkar, allir velkomnir í stóra pottinn.  Reiknum með að allir hluthafar haldi áfram, þeir sem ekki vilja vera með láti sérstaklega vita, þögn sama og samþykki.

Seðil vikunnar hveju sinni  má finna hér.  

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Nánar

Hampiðjan sigurvegari vorleiks 2022

Getraunir | 17.04.2022

Hampiðjan heldur sigurgöngu sinni áfram, unnu báða leiki vetrarins, hausteikinn 2021 og vorleikinn 2022.

Sigurinn í vorleiknum getur þó ekki verið naumari en Hampiðjan vann með minnsta mun eða einu stigi.  Kláruðu mótið svo sannarlega ekki með glæsibrag, náðu 8 stigum í lokaumferðinni á meðan Skúrinn náði 11.  Með þessum árangri skutust Skúrverjar í 2. sætið þar sem þeir náðu fleiri tólfum en Team HG.  Svo koma Team Getspakir einu stigi þar á eftir.

Annars má sjá lokastöðuna í leiknum og árangur liða hér 

Húspotturinn stóð sig ágætlega, náði 5 X 11 réttum og fjölmörgum tíum sem einnig skiluðu vinningi, samtals vinningur kr. 43.400 sem er rúmlega 50% af kaupverði miða, eitthvað upp í kostnað.  Vorum bara með einn leik rangan en kerfið hélt ekki.

Nú er getranaleikurinn kominn í sumarfrí en áhugasamir geta sent áfram inn raðir á netfangið getraunir@vestri.is eða í skilaboðum á Krissa eða Guðna.  Stóri pottur verður einnig keyrður eitthvað áfram.

Næsti seðill verður eflaust snúinn venju samkvæmt en hann mun koma í ljós væntanlega á miðvikudag, yfirliett birtur þá,  seðilinn má finna hér. 

Alltaf beinar útsendingar í Skúrnum hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans og hér hvað er á Stöð tvö sport.

Nánar

Hampiðjan að sigla þessu heim - Ein vika eftir af leiknum

Getraunir | 11.04.2022

Getspakir voru eina liðið sem náði 12 réttum um liðna helgi og laga með því stöðu sína, vinna sig upp úr botnsætinu.

Hampiðjan stígur hins vegar ekki feilspor og lítið sem ekkert sem getur komið í veg fyrir sigur þeirra í vorleiknum nú þegar bara ein vika er eftir af leiknum.  Þeir sitja enn á tveggja stiga forystu á næsta lið HG menn.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur liða hér 

Húspotturinn stóð sig ekki vel, náði ekki nema 10 réttum sem skiluðu heilum 1.000 kr. í  vinning, gengur betur næst.

Næsti seðill verður eflaust snúinn venju samkvæmt en hann mun koma í ljós væntanlega á miðvikudag, yfirliett birtur þá,  seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum, kominn sumartími í Englandi.

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Alltaf beinar útsendingar í Skúrnum hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans og hér hvað er á Stöð tvö sport.

Nánar

Hampiðjan á toppnum

Getraunir | 04.04.2022

Hampiðjan heldur fast í toppsætið, tapa ekki stigi þessar vikurnar.  Liðna helgi fengu Skúrinn og Sjálfval 9 rétta en önnur lið 10

Þetta þýðir að Hampiðjan heldur tveggja stiga forystu á toppnum nú þegar búið er að draga þrjár verstu vikurnar frá og tvær vikur eftir af leiknum.  Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur liða hér 

Húspotturinn stóð sig ekki vel, náði einnig 10 réttum sem skiluði tæpum kr. 10.000 í vinning, sem var ca. 1/6 af miðaverði, gengur betur næst.

Alltaf er opið fyrir fleiri í pottinn og er áhugasömum bent á að senda póst á getraunir@vestri.is

Næsti seðill verður eflaust snúinn venju samkvæmt en hann mun koma í ljós væntanlega á miðvikudag, yfirliett birtur þá,  seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 11 - 12.30 að taka við röðum, kominn sumartími í Englandi.

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Alltaf beinar útsendingar í Skúrnum hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans og hér hvað er á Stöð tvö sport.

Nánar

Hampiðjan með eins stigs forystu þegar þrjár vikur eru eftir og búið að henda út tveimur verstu vikunum

Getraunir | 27.03.2022

Öll liðin nema Team Getspakir náðu 12 réttum um helgina.   Þetta þýðir að Hampiðjan heldur eins stigs forystu en Getspakir falla niður í neðsta sætið,  Team Sjálfval hafa náð 12 réttum og sitja því ofar í töflunni.

Nú er nefndin búin að draga tvær verstu vikurnar frá og halda Hampiðjumenn efsta sætinu eins og áður segir.  Nú eru þrjár vikur eftir af leiknum og enn á eftir að draga eina viku til frá þannig að enn getur staðan breyst, nóg eftir og spennan vex og ves.  Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur liða hér 

Nokkrar tólfur sáust en hver tólfa gaf ekki nema 1.200 kr. í vinning.  Krissi stóð sig manna best, náði heilum þremur tólfum.

Húspotturinn stóð sig ekki vel, náði einni 12 réttum og heilum kr. 3.600 í vinning., gengur betur næst.

Alltaf er opið fyrir fleiri í pottinn og er áhugasömum bent á að senda póst á getraunir@vestri.is

Næsti seðill verður eflaust snúinn venju samkvæmt en hann mun koma í ljós væntanlega á miðvikudag, yfirliett birtur þá,  seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Alltaf beinar útsendingar í Skúrnum hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans og hér hvað er á Stöð tvö sport.

Nánar

Hampiðjan með eins stigs forystu þegar fjórar vikur eru eftir

Getraunir | 20.03.2022

Team Hampiðjan og Team HG náðu 11 réttum um liðna helgi, aðrir minna.  Þetta þýðir að Hampiðjumenn sitja einir á toppnum með 103 stig, einu meira en Skúrinn og HG sem eru með 102 stig.  Við erum búin að draga frá eina viku en hafa þarf í huga að þrjár verstu vikurnar verða dregnar frá áður en upp verður staðið.  Nú eru bara fjórar vikur eftir þannig að enn getur margt gerst.  Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur liða hér 

Húspotturinn stóð sig sæmilega, náði 11 réttum sem skilaði um  kr. 20.000 í vinning. Miðinn kostaði um kr. 68.000 þannig að við fengum eitthvað upp í kostnað.

Alltaf er opið fyrir fleiri í pottinn og er áhugasömum bent á að senda póst á getraunir@vestri.is

Næsti seðill verður eflaust snúinn venju samkvæmt en hann mun koma í ljós væntanlega á miðvikudag, yfirliett birtur þá,  seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Alltaf beinar útsendingar í Skúrnum hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans og hér hvað er á Stöð tvö sport.

Nánar

Hampiðjan heldur toppsætinu, tæplega þó

Getraunir | 16.03.2022

 

Getspakir virðast vera að gefa eftir, ná ekki nema 9 réttum um liðna helgi á meðan hin stórliðiin ná 10.  Team Sjálfval nær síðan ekki nema 8 réttum og eru orðnir neðstir.  Samt getur þetta vart verið jafnara, Hampiðjan og Skúrinn á toppnum með 92 stig, HG og Getspakir koma þar á eftir með 91 og Sjálval reka lestina með 90 stig.  Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur liða hér 

Húspotturinn stóð sig vel, náði 11 réttum sem skilaði kr. 41.690 í vinning. Miðinn kostaði um kr. 64.000 þannig að við fengum langleiðina  upp í kostnað.

Alltaf er opið fyrir fleiri í pottinn og er áhugasömum bent á að senda póst á getraunir@vestri.is

Næsti seðill verður eflaust snúinn venju samkvæmt en hann mun koma í ljós væntanlega á miðvikudag, yfirliett birtur þá,  seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Alltaf beinar útsendingar í Skúrnum hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans og hér hvað er á Stöð tvö sport.

Nánar