Fréttir - Knattspyrna

Tufa og Vladan til starfa hjá yngri flokkum

Knattspyrna | 03.10.2024

Vladimir Tufegdzic eða Tufa eins og hann er jafnan kallaður og Vladan Djogatovic hafa tekið til starfa hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar Vestra. Tufa mun þjálfa 2. og 3. flokk karla og mun Vladan vera honum til aðstoðar.

Einnig mun Vladan vera markmannsþjálfari yngri flokka en hann hefur verið markmannsþjálfari meistaraflokks karla á þessu tímabili.

Tufa hefur leikið með meistaraflokki karla hjá Vestra frá árinu 2020 og sannarlega verið frá fyrsta degi mikill og góður félagsmaður og lykilmaður innan sem utan vallar.

Eins og allir vita þá er Tufa gríðarlega reynslumikill leikmaður en hann hefur leikið á Íslandi frá árinu 2015 og þar áður í heimalandinu Serbíu í fjölmörg ár. 

Vladan hefur sömuleiðis komið sterkur inn í félagið og staðið sig vel í sínu hlutverki.

Við bjóðum þá félaga velkomna til starfa.

ÁFRAM VESTRI

 

 

Nánar

MORGUNAKADEMÍAN HEFST Á MÁNUDAGINN

Knattspyrna | 28.09.2024

Morgunakademía knattspyrnudeildar Vestra fyrir leikmenn í 3.-5. flokki verður 30. september - 17. október nk.

Um er að ræða aukaæfingar fyrir alla metnaðarfulla leikmenn og fara æfingarnar fram á gervigrasvellinum á Torfnesi.

Hver flokkur æfir 6 sinnum á tímabilinu og er morgunmatur á efri hæð vallarhússins á Torfnesi eftir hverja æfingu.

3. flokkur æfir á mánudögum og miðvikudögum.

4.-5. flokkur æfir á þriðjudögum og fimmtudögum.

Allar æfingar eru kl. 06.15-07.15. Morgunmatur er eftir hverja æfingu.

Skráning er í fullum gangi og fer fram í SPORTABLER

 

Nánar

Vel heppnaður fræðslufundur fyrir þjálfara og stjórnarfólk í Vestra

Knattspyrna | 24.09.2024
Frá vinstri: Sólveig Pálsdóttir og Signý Þöll Kristinsdóttir stjórnarkonur í  blakdeild, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir formaður Vestra, Dr. Viðar Halldórsson fyrirlesari, Þórir Guðmundsson fyrirlesari og stjórnm. hjá körfuk.deild og Jón Hálfdán formaður BUR hjá knattsp.deild.
Frá vinstri: Sólveig Pálsdóttir og Signý Þöll Kristinsdóttir stjórnarkonur í blakdeild, Guðfinna M. Hreiðarsdóttir formaður Vestra, Dr. Viðar Halldórsson fyrirlesari, Þórir Guðmundsson fyrirlesari og stjórnm. hjá körfuk.deild og Jón Hálfdán formaður BUR hjá knattsp.deild.
1 af 3

Í gærkvöldi fór fram fræðslufundur á efri hæð vallarhússins á Torfnesi fyrir þjálfara og stjórnarfólk í Vestra.

Fyrirlesarar voru tveir en það voru þeir Þórir Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður á Ísafirði og stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vestra og Viðar Halldórsson prófessor við Háskóla Íslands.

Vestri leggur mikla áherslu á góða fræðslu fyrir þjálfara og efla þannig faglegt starf félagsins.  Eins og rannsóknir sýna þá eru sterk tengsl milli þjálfunnar og umhverfis. Deildir Vestra vinna að heilbrigðum og uppbyggilegum venjum og samstarfi þjálfara þvert á deildir hvar þekking og reynsla er nýtt í sameiginlegum tilgangi iðkendum félagsins og þar með samfélaginu til heilla.

Vel var mætt á fundinn en tæplega 30 manns sátu fundinn sem tókst gríðarlega vel og gefur góð fyrirheit um framhaldið.

ÁFRAM VESTRI

 

Nánar

Fyrirlestrar fyrir iðkendur og foreldra mán 23. september

Knattspyrna | 20.09.2024

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. 

Dagskrá vikunnar í Ísafjarðarbær er fjölbreytt og eru allir hvattir til að taka þátt.

Við viljum hvetja iðkendur og foreldra  hjá knattspyrnudeild Vestra sérstaklega að mæta á eftirfarandi fyrirlestra sem fara báðir fram mánudaginn 23. september á 4. hæð í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Kl. 16:30 

Salome Elín Ingólfsdóttir næringarfræðingur fræðir ungmenni um mikilvægi næringar, hvað er góð orka og hvernig er best að huga að hann fyrir krefjandi daga. Góð næring eykur úthald og hjálpar til við að ná betri árangri. Foreldrar eru velkomnir með sínum ungmennum á fyrirlesturinn.

 

 Kl. 18:00

Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands fjallar um það félagslega afl sem myndast í samskiptum fólks og stuðlar að vellíðan þess, gerir hóp að liði, og samfélag að samfélagi. Þetta afl, sem í formi félagslegra töfra, myndar dýrmætan félagsauð sem reynist fólki ómetanlegur í dagsins önn. Í fyrirlestrinum verður þetta félagslega afl sem jafnan er erfitt að sjá með berum augum gert sýnilegra og mikilvægi þess fyrir einstaklinga og samfélags reifað. Fyrirlesturinn hentar öllum sem vilja leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag enn betra, fyrir sig og sína.

 

Nánar

Morgunakademía Vestra byrjar 30. september!

Knattspyrna | 12.09.2024

Morgunakademía knattspyrnudeildar Vestra fyrir leikmenn í 3.-5. flokki verður 30. september - 17. október nk.

Um er að ræða aukaæfingar fyrir alla metnaðarfulla leikmenn og fara æfingarnar fram á gervigrasvellinum á Torfnesi.

Hver flokkur æfir 6 sinnum á tímabilinu og er morgunmatur á efri hæð vallarhússins á Torfnesi eftir hverja æfingu.

Verðið er kr. 14.000,- og fer skráning fram í SPORTABLER

Þjálfari verður Heiðar Birnir yfirþjálfari knattspyrnudeildar Vestra.¨

 

ÁFRAM VESTRI

 

 

Nánar

Chloe Hennigan þjálfar 4. og 5. flokk stúlkna

Knattspyrna | 02.09.2024

Chloe Hennigan leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Vestra hefur hafið störf í yngri flokkum félagins.

Chloe mun vera þjálfari 4. og 5. flokks stúlkna.

Það er mikið fagnaðarefni að fá Chloe til starfa enda mikil fyrirmynd fyrir yngri leikmenn.

Aðstoðarþjálfari í 4.-5. flokki stúlkna verður Unnur Hafdís Arnþórsdóttir.  Unnur Hafdís er einnig leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Vestra og hefur í sumar komið að þjálfun fjölmargra flokka og staðið sig frábærlega :)

Frekari fréttir af þjálfaramálum yngri flokka er að vænta á næstunni og verið er að vinna hörðum höndum að því að klára þau mál eins fljótt og hægt er.

 

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Flokkaskipting

Knattspyrna | 29.08.2024

Um leið og vetraráætlunin hófst 26. ágúst sl urðu flokkaskipti í yngstu flokkunum þ.e. 6.-8. flokkur.  Mán 02. september verða flokkaskipti í öllum flokkum fyrir utan að leikmenn f. 2008 munu æfa áfram með 3. flokki hvar þeirra leikjum í Íslandsmótinu lýkur ekki fyrr en í lok september. Leikjum hjá 4. flokki drengja og stúlkna lýkur 01. sep nk.  Þann 01. okt nk verður því allri flokkaskiptingu formlega lokið eins og áður hefur komið fram.

Flokkaskipanin tímabilið 2024-2025 er eftirfarandi:

2. flokkur: Leikmenn f. 2006-2008

3. flokkur: Leikmenn f. 2009-2010(2008 - 2010 til 30. sep)

4. flokkur: Leikmenn f. 2011-2012

5. flokkur: Leikmenn f. 2013-2014

6. flokkur: Leikmenn f. 2015-2016

7. flokkur: Leikmenn f. 2017-2018

8. flokkur: Leikmenn f. 2019 og yngri.

 

ÁFRAM VESTRI 

Nánar

Æfingaáætlun yngri flokka vetur 2024-25

Knattspyrna | 23.08.2024

Æfingaáætlun 3.-8. flokks drengja og stúlkna hefur nú verið gefin út.

Áætlunin er komin í Sportabler og hefst mánudaginn 26. ágúst og gildir til 30. maí.

Strax á mánudaginn verða flokkaskipti 5-8. flokki.

Formleg flokkaskipti í eldri flokkunum verða eftir síðustu leiki í Íslandsmótinu.

Eins og á síðasta ári þá munu iðkendur í 3.-4. flokki ekki fara inn í íþróttahúsin í vetur nema í algjörri neyð.

Að sama skapi munu iðkendur í 5.-7. flokki æfa úti eins lengi og hægt er og erum við þá að miða við desember.

Hjá 8. flokki er sú breyting að æfingar verða kynjaskiptar einu sinni í viku.

Allar tímasetningar á æfingum í 5.-8. flokki eru í beinni tengingu við tímana sem flokkarnir munu nota í íþróttahúsunum.

Sérstakar liðleika og styrktaræfingar í 3.-4. flokki munu ekki hefjast fyrr en að öllum leikjum lýkur í haust. Verður það auglýst sérstaklega.

Markmannsæfingar fyrir iðkendur í 3.-5. flokki munu heldur ekki hefjast alveg strax en vonandi mjög fljótlega.

Það verður ekkert frí tekið á æfingum nú í haust (fyrir utan að við fylgjum grunnskólunum sem fyrr í vetrarfríinu í október).

Við ætlum hinsvegar að taka gott frí í desember og yfir áramótin og mun það allt verða kynnt síðar.

 

ÁFRAM VESTRI

 

 

Nánar

8. flokkur tók þátt í Hamingjumótinu um helgina

Knattspyrna | 19.08.2024

Það var mikið um að vera um helgina hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar.

3. flokkur drengja og 4.-5. flokkar drengja og stúlkna spiluðu í Íslandsmótinu.

8. flokkur drengja og stúlkna tóku þátt í hinu árlega Hamingjumóti Víkings í Reykjavík.

Stúlkurnar léku á laugardaginn 17. ágúst sl og drengirnir í gær 18. ágúst.

Það var mikil gleði og hamingja hjá Vestra krökkunum sem voru þarna flest að taka þátt í sinu fyrsta knattspyrnumóti.

Vetraræfingaáætlunin verður sett út í fyrramálið og tekur gildi 22. ágúst nk.

ÁFRAM VESTRI

 

 

Nánar

Æfingar hefjast aftur á morgun þriðjudag 06. ágúst

Knattspyrna | 05.08.2024

Æfingar hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar Vestra hefjast aftur á morgun 06. ágúst eftir sumarfrí.

Æfingar eru skv sumaræfingaáætlun sem og gildir til 18. ágúst nk.

Ný æfingaáætlun hefst svo 19. ágúst og verður hún kynnt fljótlega.

ÁFRAM VESTRI

Nánar