Fréttir - Knattspyrna

Sumarfrí 23. júlí. - 06. ágúst

Knattspyrna | 15.07.2024

Sumarfrí verður á æfingum og keppni hjá 5.-8. flokki  frá 23. júlí. - 06. ágúst.

Síðasti æfingadagur fyrir sumarfrí hjá þessum flokkum er þriðjudagurinn 23. júlí og fyrsti æfingadagur 06. ágúst.

3.-4. flokkar drengja og stúlkna keppa á ReyCup mótinu í Reykjavík 24.-28. júlí og fara 3.flokkur stúlkna og 4.flokkur drengja og stúlkna í frí eftir mótið. 

3. flokkur drengja spilar leik í Íslandsmótinu þriðudaginn 30. júlí og fara svo í frí eftir leikinn.

Allar æfingar í yngri flokkum hefjast svo aftur eftir sumarfrí þriðjudaginn 06. ágúst

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Knattspyrnuskóli Vestra hefst í næstu viku

Knattspyrna | 27.06.2024

Knattspyrnuskóli Vestra hefst í næstu viku. Um er að ræða tvö námskeið, annarsvegar 01.-05. júlí og hinsvegar 08.-12. júlí.  Námskeiðið er fyrir öll börn fædd 2014-2017 og er frá kl. 09.00-12.00 mán-fös. Vistun er í boði frá 08.00 - 09.00.  
Skráning er í fullum gangi og fer fram í Sportabler

Minnum svo á leik Vestra og Fram kl. 18.00 í Bestu deild karla á Kerecisvellinum.

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Yfirlýsing vegna niðurstöðu KSÍ á atvikum í leik Fylkis og Vestra 18.júní sl.

Knattspyrna | 24.06.2024

Knattspyrnusamband Íslands hefur komist að niðurstöðu vegna atviks í leik Fylkis og Vestra þann 18.júní s.l.

Nánar

Loksins heima !

Knattspyrna | 24.06.2024
Jörundur Áki,, Garðar Sigurgeirsson og Þorvaldur Örlygsson
Jörundur Áki,, Garðar Sigurgeirsson og Þorvaldur Örlygsson
1 af 6

Um liðna helgi var fyrsti leikur meistaraflokks karla spilaður heima á nýjum og flottum Kerecis velli. Það lögðust allir á eitt við að koma vellinum og svæðinu í keppnishæft stand fyrir leikinn og voru síðustu skrúfur skrúfaðar í hálfleik. 

Það rigndi duglega á okkur í þessum fyrsta leik en það stoppaði ekki stuðningsfólkið okkar, en á leikinn mættu um 450 manns. 

Fyrir leik var Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs með nokkur orð um sögu knattspyrnunnar á svæðinu og að lokum afhenti hann Svavari Þór Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildar blómvönd fyrir hönd bæjarins. 

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og Jörundur Áki Sveinsson starfandi framkvæmdastjóri KSÍ voru viðstaddir þennan fyrsta heimaleik liðsins á nýjum velli. Þeir afhendu Gylfa Ólafssyni og Svavari Þór fallega platta þar sem þeir óska félaginu og bænum til hamingju með nýjan völl. Að lokum voru sex aðilar sæmdir heiðursmerki úr silfri frá KSÍ, en það voru þau Garðar Sigurgeirsson, Hildur Elísabet Pétursdóttir, Svavar Þór Guðmundsson, Jón Hálfdán Pétursson, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir og Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg. En slík merki eru veitt þeim sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur. 

 

Við þökkum innilega fyrir góða mætingu og ómetanlegan stuðning úr stúkunni og minnum á næsta leik hér heima sem er n.k. fimmtudag þegar liðið fær Fram í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 18:00, það verða borgarar á grillinu og því tilvalið að skella sér á Kereceisvöllinn með fjölskylduna og hvetja okkar menn til sigurs. 

Áfram Vestri !

 

 

Nánar

TILBOÐSDAGUR FYRIR VESTRA Á MORGUN FIMMTUDAG

Knattspyrna | 19.06.2024

Á morgun fimmtudag kemur Jakosport í heimsókn og verður með tilboðsdag fyrir Vestra í andyrri íþróttahússins á Torfnesi frá kl. 16.00-19.00.

ÁFRAM VESTRI

 

Nánar

Yfirlýsing knattspyrnudeildar Vestra vegna atviks í leik Fylkis og Vestra

Knattspyrna | 19.06.2024

Yfirlýsing frá stjórn knattspyrnudeildar Vestra vegna atviks í leik Fylkis og Vestra þriðjudaginn 18.júní s.l.

 

Nánar

Vel heppnað dómaranámskeið

Knattspyrna | 13.06.2024
1 af 3

Virkilega vel heppnað dómaranámskeið fór fram í vallarhúsinu á Torfnesi í gærkvöldi.

Námskeiðsstjóri og kennari var Magnús Már Jónsson dómarastjóri KSÍ.

Magnús Már hefur starfað sem dómarastjóri hjá knattspyrnusambandinu frá árinu 2008 og því hokin af reynslu og þekkingu.

Um var að ræða unglingadómaranámskeið og þreyttu þáttakendur próf í lok námskeiðsins.

Námskeiðið var fyrir alla 15 ára og eldri og voru þáttakendur tæplega 20 talsins og komu allir úr knattspyrnustarfi Vestra.

 

ÁFRAM VESTRI 

 

Nánar

DÓMARANÁMSMKEIÐ Á MORGUN - ALLIR AÐ SKRÁ SIG!

Knattspyrna | 11.06.2024

Á morgun miðvikudag 12. júní verður dómaranámskeið í vallarhúsinu á Torfnesi frá kl. 19.30-22.00.

Knattspyrnudeild Vestra býður öllum sem eru 15 ára og eldri á námskeiðið. 

Mikilvægt er að fá sem flesta á námskeiðið og hvetjum við því alla sem náð hafa tilsettum aldri að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á heidarbirnir@vestri.is 

Aðalaáhersla verður lögð á knattspyrnulögin en einnig verður farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni,skýringar og skýringarmyndir.

Próf verður tekið strax að námskeiði loknu og veitir Unglingadómararéttindi.

Námskeiðsstjóri og kennari verður Magnús Már Jónsson dómararstjóri KSÍ.

Skráning fer fram eins og fyrr segir á netfanginu heidarbirnir@vestri.is 

KOMA SVO OG ÁFRAM VESTRI

Nánar

Sumaræfingar hefjast á morgun þriðjudag 04. júní

Knattspyrna | 03.06.2024

Sumaræfingar yngri flokka hefjast á morgun þriðjudag.

Allar æfingar eru komnar í Sportabler.

Engar æfingar verða í Bolungarvík þessa vikuna en við gerum ráð fyrir að byrja með æfingar í Bolungarvík skv æfingaáætluninni í næstu viku þ.e. vika 24.

Við minnum á knattspyrnuskóla Vestra fyrir iðkendur f. 2014-2017 sem hefst í júlí.  Skráning fer fram hér

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Dómaranámskeið 12. júní

Knattspyrna | 24.05.2024

Knattspyrnudeild Vestra býður öllum leikmönnum sem eru 15 ára og eldri og foreldrum/forráðamönnum á byrjendanámskeið í dómgæslu.

Aðalaáhersla verður lögð á knattspyrnulögin en einnig verður farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni,

skýringar og skýringarmyndir.

Próf verður tekið strax að námskeiði loknu og veitir Unglingadómararéttindi.

Námskeiðið er frítt fyrir þáttakendur.

Námskeiðsstjóri og kennari verður Magnús Már Jónsson dómararstjóri KSÍ.

Skráning fer fram á netfanginu heidarbirnir@vestri.is 

 

ÁFRAM VESTRI

Nánar