Fréttir - Hjólreiðar

Enduro fjallahjólamót á Ísafirði

Hjólreiðar | 11.08.2022
Ljósmynd: Ásgeir Helgi Þrastarson.
Ljósmynd: Ásgeir Helgi Þrastarson.

Hjólreiðadeild Vestra stendur fyrir Enduro fjallahjólamót um helgina á Ísafirði. Mótið snýst aðalega um að eiga góðan dag á fjöllum með skemmtilegu fólki. Dagleiðirnar eru allt að 25 km langar en tímataka er aðeins á hluta brautarinnar.

Nánar

mtbÍsafjörður.is

Hjólreiðar | 04.08.2022

Hjólreiðadeild Vestra vinnur að síðu um fjallahjólaleiðir á Ísafirði. Fjallahjólanetið á svæðinu er alltaf að þéttast og stækka og með síðunni vill hjólreiðadeildin auka aðgengi að upplýsingum um svæðið. Á sama tíma stuðla að því að upplýsingar um þetta magnaða hjólamekka Ísafjörð birtist á leitarsíðum. 

Síðan hefur lénið www.mtbisafjordur.is

Hjólreiðadeildin fékk styrk frá Uppbyggingasjóði Vestrfjarða til að koma upp síðunni. 

Nánar

Enduro Ísafjörður 2022

Hjólreiðar | 03.07.2022

Hjólreiðadeild Vestra heldur Enduro Ísafjörð 12 & 13 ágús 2022.

Viðburðurinn verður með festivalsívafi í ár. Sem þýðir að ætlum ekki bara bjóða ferskustu hjólakeppendur landsins velkomna vestur í Enduro gleðina. Heldur alla skemmtilegu vini þeirra líka. Hvort sem þeir hjóla með endurólestinni eða fara sína eigin leiðir (Ekki krafa um að hengja á sig flögu) 

Skráning er hafin á veg tímatöku

Nánar

Ungdúró 2022

Hjólreiðar | 07.06.2022

Hjólreiðadeild Vestra heldur ungduro fjallahjólamót þann 18. júní næstkomandi. Ungduro er enduro keppni fyrir alla krakka og unglinga, keppnin hefst kl 15:00 og brautarskoðun er kl 11:00. Þátttökugjaldið er 2.000 kr. Opið er fyrir skráningu til kl. 9 þiðjudaginn 14. júní.

Nánar

Fjallahjólanámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni

Hjólreiðar | 13.05.2022

Hjólreiðadeild Vestra býður upp á fjallahjólanámskeið fyrir börn frá 8 ára aldri (2014) og upp í unglinga og ungmenni. Endanleg hópaskipting ræðst af þátttöku, en gert er ráð fyrir tveimur hópum. Námskeiðið fer fram á Ísafirði dagana 21.-22. maí.

Nánar

Aðalfundur hjólreiðadeildar Vestra 2022

Hjólreiðar | 27.04.2022

Aðalfundur hjólreiðadeildar Vestra 2022 verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl. Fundurinn verður haldinn í Slökkvistöð Ísafjarðar (Fjarðarstræti) og hefst kl. 19:30. 

Nánar

Enduro Ísafjörður

Hjólreiðar | 17.08.2021

Enduro Ísafjörður 2021 var haldið slíðastliðna helgi. Mótið heppnaðist vel, þrátt fyrir smá hnökra í tímatökubúnaðnum. Um 50 þátttakendur tóku þátt í mótinu og keppt var í 8 sérleiðum í sjö flokkum. 

Net fjallahjólabrauta hérna fyrir vestan er alltaf að stækka og tókst að bjóða keppendum uppá fjölbreytt leiðarval. Nýbreytni var í ár að hjólaskutlur (leigubílar) ferjuðu keppendur upp á heiði og upp á dal. 

Við viljum þakka keppendum kærlega fyrir komuna. Eins viljum við þakka sjálfboðaliðum hjólreiðadeildar Vestra sem og styrkaraðilum. HG, Jakob Valgeir, Dokkan, Ultima thule, Hamraborg og bílstjórunum Sófusi og Guðbrandi fyrir aðstoðina. 

Fleiri myndir frá mótinu má finna á fb síðu deildarinnar.

Nánar

-AFLÝST- Enduro Ísafjörður

Hjólreiðar | 11.08.2020

Við færum ykkur þær sorgarfréttir að við neyðumst að aflýsa Enduro Ísafjörður 2020 í ljósi aðstæðna. Söknum ykkar!! Við mætum tvíelfd til baka 2021. Hjólið grimmt þangað til.

Nánar

Vel heppnað Ungduro mót Vestra

Hjólreiðar | 20.07.2020
Ísafjörður skartaði sínu fegursta á sunnudag og hjólabrautirnar voru í frábæru ástandi þrátt fyrir vatnsveður undanfarna daga. Ljósmynd: Björgvin Hilmarsson.
Ísafjörður skartaði sínu fegursta á sunnudag og hjólabrautirnar voru í frábæru ástandi þrátt fyrir vatnsveður undanfarna daga. Ljósmynd: Björgvin Hilmarsson.

Á sunnudaginn fór fram Ungduro Ísafjörður, fyrsta barna- og unglingamót Hjólreiðadeildar Vestra af þessari tegund. Ungduro er barna- og unglingaútgáfa af enduro keppnisformi í fjallahjólreiðum þar sem allir keppendur hjóla langa leið en aðeins er keppt á merktum sérleiðum sem aðalega eru niður í móti.

Nánar

Ungdúró fjallahjólamót á Ísafirði

Hjólreiðar | 18.07.2020
Fyrsta Ungduro mót Vestra fer fram 19. júlí
Fyrsta Ungduro mót Vestra fer fram 19. júlí

Sunnudaginn 19. júlí fer fram fyrsta Ungduro fjallahjólamót Hjólreiðadeildar Vestra. Ungduro er keppni fyrir börn og unglinga í Enduro fjallahjólreiðum. Enduro er keppnisform í fjallahjólreiðum þar sem allir hjóla saman langa leið og aðeins er keppt á merktum sérleiðum sem eru aðallega niður á móti.

Nánar