Helgina 19 til 21 maí var haldið síðasta mót tímabilsins í blaki, þegar Vestri hélt yngriflokkamót fyrir U14 og U16 stráka og U16 stúlkur.
Þetta var með stærstu blakmótum sem haldin hafa verið hér vestra, en alls tóku 22 lið þátt í mótinu og spilaðir voru 58 leikir frá því um kl sex á föstudegi fram til kl þrjú á sunnudegi. Flest liðin voru i U16 KVK, en þar tóku 13 lið þátt og spilað var í fjórum riðlum. Í U16 KK spiluðu 5 lið og í U14 KK spiluðu 4 lið, en Vestri átti lið í þessum tveimur síðastnefndu flokkunum.
Oddur Sigurðarson hjá Vettvangi Íþrótta, hélt utan um leikjaskipulagið ásamt útreikning stiga og viljum við þakka honum fyrir gott samstarf.
Mikið var um hörku leiki og hörð abrátta um verðlaunasætin, en úrslit mótsins eru eftirfarandi.
U14 strákar,
U16 stúlkur
U16 strákar
Mótið var hið skemmtilegasta í alla staði og framtíðin sannarlega björt í blakinu miðað við það sem sást á þessu móti.
Takk fyrir komuna :)
Ljósm. Berglind Ósk Aðalsteinsdóttir
Úrvalsdeildarlið Vestra er fallið úr leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins í blaki eftir tap í tveggja leikja undanúrslitaeinvígi gegn ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Hamars frá Hveragerði.
NánarÚrslitakeppni úrvalsdeildar karla í blaki stendur nú sem hæst og er lið Vestra þar í eldlínunni.
NánarAðalfundur Blakdeildar Vestra vegna starfsársins 2022, verður haldinn í Vallarhúsinu við Torfnesvöll mánudaginn 17. apríl og hefst hann kl. 20:00.
NánarVestri C - ungmennalið blakdeildar Vestra - gerði góða ferð austur á Neskaupstað um nýliðna helgi, en þá fór fram loka keppnishelgi þriðju deildar karla í blaki.
NánarKjörísbikarúslitahelgin 2023 verður lengi í minni okkar í blakdeild Vestra. Það er útaf fyrir sig ákveðið afrek að komast á þessa úrslitahelgi, þriðja árið í röð. En að fá að spila úrslitaleikinn er algerlega frábær upplifun. Og þó svo að draumurinn hafi í dálitla stund verið stærri en úrslitin, þá er silfur á þessu stærsta árlega sviði blaksins á Íslandi eitthvað sem enginn þarf að vera súr yfir.
En svona hlutir gerast ekki af sjálfum sér. Stuðningur samfélagsins skiptir í þessu samhengi öllu máli. Að vera niðri á velli, með hálfa stúku af fólki öskrandi „Áfram Vestri“, sjá auglýsingaborðana renna yfir LED skjána og finna kraftinn í liðinu magnast við þetta er algerlega ómetanlegt.
Vestrafólk, styrktaraðilar og allir hinir, hjartans þakkir fyrir stuðninginn í þessu verkefni. Takk Takk <3
NánarÍ dag, 11 mars 2023 verður skrifaður nýr kafli í sögu Íþróttafélagsins Vestra, þegar karlaliðið okkar í blaki spilar til úrslita í Kjörísbikarnum. Aldrei áður hefur lið í meistaraflokki spilað úrslitaleik um titil á hæsta level, undir merkjum Vesta.
Andstæðingarnir eru engir viðvaningar, ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Hamars úr Hveragerði.
Við í liðinu trúum því að þetta sé leikur sem við getum unnið. En við þurfum hjálp frá ykkur ! Hvatning á pöllunum í Digranesi væri frábært, en góðir straumar og hlýjar hugsanir virka líka.
Fyrir þá sem ekki komast á völlinn, er útsending á RÚV og hefst leikurinn kl 13.00
Koma svo; Áfram, áfram, áfram VESTRI !!
NánarKarlalið Vestra í blaki er komið í undanúrslit og þar með á úrslitahelgi Kjörísbikarsins 3ja árið í röð. Við erum sannarlega stolt af okkar liði, því það er svo sannarlega ekki sjálfgefið að vera með á þessari stóru helgi sem fer fram í Digranesi í Kópavogi.
NánarKarlalið Vestra í blaki, lagði land undir fót um liðna helgi, þegar þeir fóru og heimsóttu Völsung á Húsavík í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins. Völsungar höfðu áður fengið Blakfélag Hafnarfjarðar í heimsókn og lagt hafnfirðingana að velli nokkuð sannfærandi 3-0.
NánarÞá er farið að síga á seinni hlutann í úrvalsdeildinni í blaki þetta tímabilið, en Vestri er núna með karlaliðið á sínu fjórða tímabili í deild þeirra bestu á Íslandi.
Nánar