Frábær byrjun í körfunni

Körfubolti   |   10/09/19

Það var svo sannarlega handagangur í öskjunni í íþróttahúsinu á Torfnesi í gærkvöld þegar á annað hundrað manns - börn og fullorðnir mættu á hinn árlega Körfuboltadag Kkd. Vestra. Dagurinn markar jafnan upphaf körfuboltatímabilsins og hefur hann sjaldan verið fjölmennari. Vel yfir 100 börn sprelluðu í salnum undir stjórn þjálfara yngri flokkanna ásamt leikmönnum meistaraflokks karla og stúlknaflokks. Að því loknu var slegið upp pylsuveislu í boði barna- og unglingaráðs og styrktaraðila deildarinnar og hurfu 200 pylsur eins og dögg fyrir sólu.

Nánar
Körfuboltadagur Vestra
Körfubolti   |   06/09/19

Æfingatafla körfunnar tilbúin
Körfubolti   |   30/08/19

Enduró - Fjallahjólamót.
Hjólreiðar   |   16/08/19

Króatinn Marko í raðir Vestra
Körfubolti   |   10/08/19

Viðburðir