Æfingabúðir á Spáni

Körfubolti   |   23/06/17

Fríður hópur Vestrakrakka flugu til Spánar í gærkvöldi til að taka þátt í körfuboltabúðum sem fram fara í bænum Amposta, tveggja tíma fjarlægð suður af Barcelona. Hópurinn telur 21 krakka auk fararstjóra og annarra fylgifiska. Í aðdraganda ferðarinnar hafa krakkarnir notið mikils stuðnings frá einstaklingum og fyrirtækjum á Vestfjörðum, einkum í tengslum við áheitasöfnun fyrir körfuboltamaraþon sem þau þreyttu í síðasta mánuði á Suðureyri. Þess má einnig geta að krakkarnir eru búsettir í sex byggðakjörnum á norðanverðum Vestfjörðum, allt frá Hólmavík í austri til Þingeyrar í vestri.

Nánar
Ingimar Aron semur við Vestra
Körfubolti   |   19/06/17

Vestradagurinn heppnaðist frábærlega!
Knattspyrna   |   15/06/17

Hæfileikamótun KSÍ á Akranesi
Knattspyrna   |   14/06/17

Vestradagurinn í dag!
Knattspyrna   |   14/06/17

Viðburðir