Eftir langa bið er körfuboltinn loksins að fara af stað á ný! Fyrstu heimaleikir Vestra fara fram nú um helgina. Strákarnir mæta Selfossi á föstudag kl. 19:15 og stelpurnar mæta Grindavík á laugardag kl. 12:15.
Bakvörðurinn Linda Marín Kristjánsdóttir er geng...
Bakvörðurinn Linda Marín Kristjánsdóttir er gengin til liðs við Vestra. Linda er fædd árið 1999 og er alin upp innan raða forvera Vestra, Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar. Hún hóf meistaraflokksferilinn ung að árum með KFÍ árið 2013 en þann vetur var liðið einmitt undir stjórn Péturs Más Sigurðssonar, núverandi þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Vestra.
Körfuknattleikskonan Gréta Proppé Hjaltadóttir var nú í lok ársins 2020 útnefnd efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar en Gréta æfir hjá körfuknattleiksdeild Vestra. Íþróttamaður ársins er gönguskíðamaðurinn Albert Jónsson úr Skíðafélagi Ísfirðinga. Árni Heiðar Ívarsson, íþróttakennari, hlaut hvatningarverðlaun fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar í Ísafjarðarbæ. Hann er vel að þessari viðurkenningu kominn og hefur Vestri notið krafta hans á ýmsum vígstöðvum gegnum tíðina.