Yngri flokkar

Í byrjun hvers árs heldur þjálfari foreldrafund þar sem farið er yfir komandi tímabil. Á þessum fundi óskar þjálfari eftir tengiliðum fyrir flokkinn. Best er að fá tvo tengiliði fyrir hvern flokk, foreldri af yngra ári og foreldri af eldra ári.

Þeir sem veljast sem tengiliðir hverju sinni geta óskað eftir aðgang að tengiliðasíðu þar sem tengiliðir deila ýmsum upplýsingum og ráðum sem gott er að fá: Tengiliðir knattspyrnudeildar Vestra | Facebook 

Hlutverk tengiliða er yfirumsjón með öllu sem snýr að flokknum. Að miðla upplýsingum á milli þjálfara og foreldra og sjá um að skipuleggja ferðalög og leiki flokksins í samvinnu við þjálfara. Tengiliðir skulu benda öllum foreldrum á facebooksíðu fjáraflanna Vestri knattspyrna - fjáraflanir | Facebook og minna á þær fjáraflanir sem eru í gangi hverju sinni. Tengiliðir sjá um að virkja foreldra til að aðstoða við mót, fjáraflanir, keppnisferðir o.fl. Hlutverk tengiliða er að skipuleggja ferðir, í samráði við þjálfara og útdeila verkefnum þeim tengdum til foreldra. Tengiliðir þurfa að halda utan um fjáröflunarsjóði síns flokks. Tengiliðir sjá um að gera upp allar ferðir og mót og rukka þá sem eiga ekki inni í fjáröflunarsjóð.

Tengiliðir sjá til þess að upplýsingar er varða æfingatíma, leiki og aðrar uppákomur séu settar fram tímanlega ásamt mögulegum breytingum ef þær verða.

Jákvætt og uppbyggilegt starf er mikilvægt og skulu tengiliðir, foreldrar og þjálfarar stuðla að því. Tengiliðir, ásamt foreldrum, skipuleggja hópefli fyrir flokkinn, að lágmarki einu sinni á ári. Ýmsar leiðir hafa verið farnar í þessu t.d. bíóferð, fótbolti með foreldrum, grill, ratleikur, fjöruferð, sundferð o.s.frv. Sjálfboðavinna er mjög mikilvæg fyrir félagið, við þurfum að hjálpast að við að virkja hvort annað til þátttöku í þeim verkefnum sem til falla þegar maður á barn í íþróttinni.

Tengiliðir gera upp tímabilið og skila skýrslu til BUR í lok hvers tímabils, þar á m.a. að koma fram hvað var gert á tímabilinu, hvaða mót var farið á, uppákomur, fjáraflanir, kostnaður o.s.fl.

Tengiliðir fá niðurfelld æfingagjöld í einn mánuð fyrir eitt barn að sumri.

 

Samantekt

  • - Yfirumsjón með öllu því sem snýr að flokknum
  • - Miðla upplýsingum milli þjálfara og foreldra
  • - Skipuleggja ferðalög og leiki
  • - Upplýsa foreldra um fjáröflunarsíðu félagsins
  • - Virkja aðra foreldra til þátttöku
  • - Utanumhald um fjármál flokksins
  • - Skipuleggja hópefli
  • - Skila skýrslu í lok hvers tímabils

Styrktaraðilar

Ekkert fannst